Vandamálið er af allt öðrum toga?

Mér er þannig séð skítsama hvert ég þarf að fara til að kaupa áfengið. Lífsgæði mín myndu ekkert batna neitt við þessa lagasetningu. Sumir myndu þó fá þennan skandinavíu fiðring um sig og myndu þeir líklega enda með að fá sér sænskar kjötbollur og danskar flodeskums boller í einhverju æði.

Ég vil lækka toll, skatt, gjöld og annað... svona þangað til bjórinn er hættur að kosta svona mikið.

En þegar talað er um að minnka svoleiðis easy money fyrir ríkið! Þá gæti ég alveg eins talað við sjálfan mig, sama hvaða flokkur "þykist" vera að hlusta!


mbl.is Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á léttvíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri þér líka skítsama ef þú þyrftir að aka 40 kílómetra eins og ég þarf að gera til að nálgast bjórkippu og síðan þarf ég að aka heim aftur, eða samtals 80 km . í þennan skrepp ?

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 09:04

2 Smámynd: Hilmir Berg Ragnarsson

Þetta er náttúrulega aldrei spurning sem á við mig. Ég myndi flytja nær áfengisversluninni. En jújú, sveitólubbó fá að hafa smá lífsgæðaöl í bensínstöðvum. Það er gott og blessað.

Hilmir Berg Ragnarsson, 16.3.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband